Brian Harman með þriggja högga forystu á Havaí

Annar hringur Sony Open mótsins fór fram í nótt og er það Bandaríkjamaðurinn Brian Harman sem er í forystu. Harman átti besta hring dagsins og kom í hús á sjö höggum undir pari og er eftir daginn með þriggja högga forystu.

Harman hóf leik á síðari níu holunum og lék hann þær á þremur höggum undir pari. Á síðari níu holunum fékk hann þrjá fugla á fyrstu þremur holunum. Hann fékk síðan einn skolla áður en að hann fékk glæsilegan örn á loka holu dagsins. 63 högg staðreynd, eða sjö högg undir pari, og samtals á 13 höggum undir pari.

Þremur höggum á eftir Harman, á 10 höggum undir pari, eru þeir Zach Johnson og John Peterson. Johnson var í efsta sæti eftir fyrsta hringinn og lék hann annan hringinn á 67 höggum, eða þremur höggum undir pari. Á meðan lék Peterson á 64 höggum, eða sex höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.