Breytingar framundan á FedEx lokakeppninni

FedEx lokakeppnin mun breytast til muna árið 2019 á þann hátt að áhorfendur, sem og keppendur, munu eiga auðveldara með að fylgjast með stöðu kylfinga í lokamótinu.

Líkt og í ár munu kylfingar safna stigum á stigalistanum yfir allt árið en það sama verður ekki uppi á teningnum í lokamóti tímabilsins þar sem stigin detta út og efstu kylfingar listans fá þess í stað forgjöf í formi högga.

Þannig mun efsti maður stigalistans byrja lokamótið á 10 höggum undir pari, tveimur höggum á undan kylfingnum í öðru sæti, þremur höggum á undan kylfingnum í þriðja sæti og svona mætti lengi telja.

Keppendur í sætum 26.-30. sæti stigalistans hefja lokamótið 10 höggum á eftir efsta manni stigalistans.

Staða kylfinga í lokamótinu 2019, áður en mótið hefst:

1. sæti: -10
2. sæti: -8
3. sæti: -7
4. sæti: -6
5. sæti: -5
6.-10. sæti: -4
11.-15. sæti: -3
16.-20. sæti: -2
21.-25. sæti: -1
26-30. sæti: Par

Á sunnudeginum þarf því engar reiknivélar til að reikna út FedEx stigameistara heldur er nóg að vinna mótið.

Hér fyrir neðan fer PGA mótaröðin yfir breytinguna:

Ísak Jasonarson
isak@vf.is