Björn býst við erfiðu verkefni í Malasíu

EurAsia bikarinn fer fram dagana 12.-14. janúar í Malasíu. Úrvalslið Evrópu keppir þar við úrvalslið Asíu. Thomas Björn er fyrirliði Evrópu en Arjun Atwal leiðir lið Asíu.

Thomas Björn segir lið Evrópu vera tilbúið í harða keppni.

„Þessi viðburður hefur vaxið undanfarin ár. Við erum meðvitaðir um að lið Asíu hefur aldrei verið jafn sterkt og allt getur gerst í golfi.

Liðið sem er betra á pappírnum vinnur ekki alltaf, þannig að þeir kylfingar sem ég valdi verða að spila vel um helgina. Þetta verður ekki auðvelt en ég veit að þeir eru tilbúinr í slaginn.“

Lið Evrópu er þannig skipað: Rafa Cabrera Bello, Paul Casey, Paul Dunne, Ross Fisher, Matt Fitzpatrick, Tommy Fleetwood, Tyrrell Hatton, Thomas Levy, Alex Noren, Thomas Pieters, Henrik Stenson og Bernd Wiesberger.

Lið Asíu er þannig skipað: Gavin Green, S.S.P. Chawrasia, Phachara Khongwatmai, Poom Saksansin, Yuta Ikeda, Li Hao-Tong, Kiradech Aphibarnrat, Anirban Lahiri, Hideto Tanihara, Sunghoon Kang, Byeonghun An og Nicholas Fung.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is