Bjarni Þór Hannesson ráðinn vallarstjóri hjá Nesklúbbnum

Í dag undirrituðu þeir Kristinn Ólafsson, formaður Nesklúbbsins, og Bjarni Þór Hannesson, golfvallatæknifræðingur, samning þar sem Bjarni er ráðinn vallarstjóri hjá Nesklúbbnum.

Bjarni hefur mikla þekkingu og reynslu sem vallarstjóri og ráðgjafi í sínu fagi. Bjarni hefur meðal annars starfað sem vallarstjóri hjá Golfklúbbnum Keili árin 2012-2018 og má segja að Hvaleyrarvöllur hafi verið í frábæru ástandi nær allan þann tíma. Á síðasta ári voru svo þrjár nýjar holur teknar í notkun á vellinum sem þóttu vel heppnaðar.

Bjarni stundaði nám í golfvallarfræðum við Elmwood College í Skotlandi og er jafnframt eini Íslendingurinn sem hefur náð sér í M.Sc. gráðu í Sport Turf Technology þar sem hann stundaði nám við Cranfield háskólann.

Bjarni mun hefja störf 1. desember næstkomandi.


Mynd: Nesklúbburinn.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is