Bjarki Pétursson sigraði á Berlin Open | Lék á 20 höggum undir pari

Afrekskylfingurinn Bjarki Pétursson (GB) stóð uppi sem sigurvegari á sterku áhugamannamóti í Þýskalandi, Berlin Open, sem lauk í dag í höfuðborg Þýskalands. Leikið var á Berlin Wannsee golfvellinum sem er einmitt heimavöllur Bjarka.

Bjarki lék hringina fjóra samtals á 20 höggum undir pari sem er glæsilegt skor. Hann var á endanum þremur höggum á undan næsta manni sem var Falko Hanisch. Hanisch er einn efnilegasti áhugakylfingur Þýskalands en hann sigraði meðal annars á Opna breska mótinu í flokki 18 ára og yngri.


Skorkort Bjarka á lokahringnum.

Bjarki var í miklu stuði alla fjóra hringina og lék þá á 65, 69, 68 og 66 höggum en völlurinn er par 72. Lokahringinn lék hann á 66 höggum og tók sex högg á Hanisch sem hafði verið í forystu.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is