Bjarki, Gísli og Hlynur allir á svipuðu skori á General Hackler

Bjarki Pétursson, Gísli Sveinbergsson og Hlynur Bergsson voru á meðal keppenda á General Hackler Championship mótinu sem er hluti af bandaríska háskólagolfinu og fór fram dagana 11.-12. mars.

Bjarki lék best af íslenska hópnum og endaði í 41. sæti í einstaklingskeppninni á 5 höggum yfir pari í heildina á þremur hringjum.

Höggi á eftir Bjarka varð svo Gísli en hann endaði í 49. sæti. Lið þeirra, Kent State, endaði í 11. sæti í mótinu.

Hlynur, sem leikur fyrir North Texas skólann, endaði í 55. sæti á 7 höggum yfir pari. Liðið hans endaði í 12. sæti.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.


Hlynur Bergsson.


Bjarki Pétursson.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is