Bjarki, Egill og Gísli léku allir undir pari í Arizona

Þrír íslenskir kylfingar eru á meðal keppenda á Maui Jim Intercollegiate mótinu sem fer fram í bandaríska háskólagolfinu dagana 21.-23. september. Kylfingarnir sem um ræðir eru þeir Bjarki Pétursson, Egill Gunnarsson og Gísli Sveinbergsson.

Íslensku strákarnir gerðu sér lítið fyrir og léku allir annan hringinn undir pari.

Gísli og Bjarki, sem leika fyrir Kent State háskólann, eru bestir í sínu liði fyrir lokahringinn. Gísli er samtals á 5 höggum undir pari í mótinu í 12. sæti og Bjarki á 4 höggum undir pari í 19. sæti.

Egill, sem leikur fyrir Georgia State, lék fyrsta hring mótsins á 3 höggum yfir pari en bætti sig um sex högg á milli hringja þegar hann lék á 3 höggum undir pari á öðrum hringnum.

Fyrir lokahringinn eru liðsmenn Kent State í 6. sæti á 11 höggum undir pari. Lið Georgia State er í 12. sæti á 6 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Skorkort Gísla.


Skorkort Bjarka.


Skorkort Egils.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is