Birgir Leifur mætir aftur til leiks í vikunni

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er skráður til leiks á Opna írska mótið sem fer fram dagana 14.-17. september á Áskorendamótaröðinni í golfi.

Birgir var ekki meðal keppenda á Bridgestone Invitational um helgina en hann ákvað þess í stað að leggjast yfir skipulag næstu vikna og taka sér smá hvíld. Staða Birgis breyttist því örlítið eftir mót helgarinnar en hann situr nú í 19. sæti, eftir að hafa komist upp í 16. sæti eftir sigurinn. 

Birgir Leifur er efsti maður á keppendalista Opna írska mótsins eftir sigurinn á Gordon Golf mótinu í Frakklandi fyrr í mánuðinum.

Opna írska mótið fór fyrst fram á Áskorendamótaröðinni árið 2015. Verðlaunafé mótsins er 180.000 evrur eða rúmlega 20 milljónir króna. Bernd Ritthammer sigraði á mótinu árið 2016 en hann öðlaðist fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í lok tímabils.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is