Birgir Leifur líklega úr leik á Italian Challenge

Birgir Leifur Hafþórsson lék í dag annan hringinn á Italian Challenge mótinu sem fer fram á Áskorendamótaröðinni í golfi. Birgir Leifur kom inn á 2 höggum yfir pari og er líklega úr leik en nokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik á öðrum hringnum.

Birgir Leifur, sem lék fyrsta hringinn á höggi undir pari, fór vel af stað í morgun og fékk fugl á fyrstu tvær holurnar. Hann fékk hins vegar tvöfaldan skolla á 4. holu, skolla á 6. holu en svaraði því með fuglum á 5. og 8. holu.


Skorkort Birgis.

Eftir 9 holur var Birgir því á höggi undir pari og á tveimur höggum undir pari í heildina. Hann fékk hins vegar þrjá skolla á seinni níu og er því jafn í 94. sæti á höggi yfir pari.

Það mun að öllum líkindum ekki duga til þess að komast áfram en 60 efstu kylfingarnir komast áfram eftir annan hringinn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is