Birgir Leifur lék lokahringinn á höggi undir pari

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lauk í dag leik á Hauts de France mótinu sem fór fram um helgina á Áskorendamótaröðinni í golfi. Birgir Leifur lék lokahringinn á höggi undir pari og lék því hringina fjóra samtals á parinu.

Birgir Leifur hóf leik á 1. teig í morgun. Eftir 14 holur var Íslandsmeistarinn á þremur höggum undir pari og samtals á tveimur höggum undir pari í mótinu. Tveir skollar á síðustu tveimur holunum gerðu það hins vegar að verkum að hann kláraði mótið á parinu.


Skorkort Birgis Leifs í mótinu.

Þegar nokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik á lokahringnum er Birgir Leifur jafn í 20. sæti. Fari svo að lokum er það hans besti árangur í mótinu en árið 2007 endaði hann í 26. sæti, þá á fjórum höggum yfir pari.

Jack Doherty og Julien Guerrier eru jafnir í forystu þegar nokkrar holur eru eftir í Frakklandi. Þeir eru á 7 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is