Birgir Leifur kominn áfram á lokaúrtökumótið

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, komst í dag áfram á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröð karla eftir flottan árangur á 2. stigs úrtökumóti sem fór fram á El Encin golfvellinum.

Birgir Leifur lék lokahring mótsins á höggi undir pari sem var á endanum nóg til þess að komast áfram en hann var samtals á 13 höggum undir pari í mótinu. Hann byrjaði hringinn frábærlega og var kominn fjóra undir eftir 11 holur en gaf svo aðeins eftir á lokaholunum sem kom ekki að sök.

Lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina fer fram dagana 10.-15. nóvember næstkomandi á Lumine golfvellinum á Spáni. Leiknir verða sex hringir í mótinu og öðlast 25 efstu kylfingarnir fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð karla fyrir næsta tímabil.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is