Birgir Leifur jafn í 12. sæti fyrir lokahringinn

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er jafn í 12. sæti fyrir lokahringinn á Hainan Open mótinu sem fer fram á Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur lék þriðja hringinn á höggi undir pari og er samtals á 9 höggum undir pari í mótinu.

Birgir Leifur fór vel af stað á þriðja hringnum og var kominn á þrjú högg undir par eftir sjö holur. Hann fékk svo tvo skolla það sem eftir lifði hrings en mistókts að fá annan fugl.

Fyrir vikið er Birgir í 12. sæti og fer hann niður um sex sæti milli hringja. Skor keppenda í mótinu er gríðarlega gott og er efsti maður mótsins á 17 höggum undir pari eftir þrjá hringi.

Lokahringur mótsins fer fram á morgun, sunnudag.

Hér er hægt að sjá stöðuna.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is