Birgir Leifur jafn Fleetwood í 55. sæti eftir fyrsta hring

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf í dag leik á BMW International Open sem er hluti af Evrópumótaröð karla í golfi. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari og er jafn fjölmörgum kylfingum í 55. sæti. Alls eru 156 keppendur í mótinu.

Birgir Leifur hóf leik á 1. teig í morgun og fór brösulega af stað en hann fékk skolla á fyrstu tvær holurnar en bætti upp fyrir það með fugli á 3. og 5. holu.

Birgir Leifur bætti svo við sig þremur skollum og tveimur fuglum seinna á hringnum og kom inn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. 

Skor Birgis er alls ekki slæmt en besta skor dagsins átti Frakkinn Sebastian Gros sem lék á 4 höggum undir pari. Athygli vekur að Birgir Leifur er jafn Englendingnum Tommy Fleetwood í 55. sæti. Fleetwood er ríkjandi stigameistari á Evrópumótaröðinni og endaði í 2. sæti á Opna bandaríska um síðustu helgi.

Anders Romero, sem hefur titil að verja í mótinu, lék fyrsta hringinn á höggi undir pari og er meðal annars jafn Ernie Els í 12. sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is