Birgir Leifur í holli með fyrrum sigurvegara á Evrópumótaröðinni

Birgir Leifur Hafþórsson er farinn af stað í sínu fyrsta móti á Evrópumótaröð karla á þessu ári, Opna spænska meistaramótinu. Birgir Leifur er búinn með þrjár holur þegar fréttin er skrifuð og er á pari vallarins eftir þrjú pör í röð.

Í holli með Birgi eru tveir ungir og efnilegir kylfingar. Annar þeirra, Soomin Lee, hefur meira að segja sigrað á mótaröð þeirra bestu en hann gerði það árið 2016 á Shenzhen International, þá aðeins 22 ára gamall. Lee hefur alls þénað rúma milljón evra á sínum ferli sem atvinnumaður en hann er að hefja þriðja tímabilið sitt á Evrópumótaröðinni.

Hinn hollfélagi Birgis, sem er ekki mikið síðri, heitir Callum Shinkwin. Shinkwin hefur verið að gera fína hluti á Evrópumótaröðinni eftir að hafa unnið sig upp í gegnum Áskorendamótaröðina. Til gamans má geta að Shinkwin var einn þeirra sem keppti á Challenge Trophy mótinu á Hvaleyrarvelli árið 2012 en hann spilaði þar fyrir lið Englands.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Callum Shinkwin.

Sjá einnig:

Ryder-stjarna Evrópumanna lék á Hvaleyrarvelli árið 2012
Soomin Lee sigraði í Kína

Ísak Jasonarson
isak@vf.is