Birgir Leifur í 32. sæti fyrir lokahringinn í Frakklandi

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er jafn í 32. sæti fyrir lokahringinn á Hauts de France mótinu sem fer fram í Frakklandi á Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur hefur leikið hringina þrjá til þessa á höggi yfir pari.

Á þriðja hringnum lék Birgir mjög stöðugt golf, fékk tvo fugla á móti tveimur skollum og kom inn á pari vallarins. Svipaða sögu má segja um annan hringinn sem hann lék á parinu en á fyrsta degi kom hann inn á höggi yfir pari.

Fyrir lokahringinn er Birgir Leifur í 32. sæti. Hans besti árangur í mótinu kom árið 2007 þegar hann endaði í 26. sæti, þá á fjórum höggum yfir pari.

Efstu menn í mótinu eru þeir Jack Doherty og Julien Guerrier. Þeir eru jafnir á 6 höggum undir pari, 

Lokahringur mótsins fer fram á morgun, sunnudag. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is