Birgir Leifur hefur leik á morgun í Suður-Afríku

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, hefur á morgun leik á Opna Joburg mótinu. Mótið, sem er hluti af Evrópumótaröðinni, er leikið á tveimur völlum. Annars vegar er leikið á Firethorn vellinum og hins vegar á Bushwillow vellinum.

Birgir Leifur á rástíma á morgun klukkan 8:55 að staðartíma og leikur hann á Bushwillow vellinum. Hann er í holli með þeim José-Filipe Lima, sem á að baki einn sigur á Evrópumótaröðinni, og Madalitso Muthiya.

Þetta er annað mótið ársins á Evrópumótaröðinni hjá Birgi Leifi, en hann endaði jafn í 62. sæti um síðustu helgi á ástralska PGA meistaramótinu á samtals þremur höggum yfir pari.

Hægt verður að fylgjast með hérna.