Birgir Leifur enn á meðal efstu manna

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék í dag þriðja og næst síðasta hringinn á 2. stigs úrtökumóti í Madríd á 4 höggum undir pari og er meðal efstu manna í mótinu.

Birgir lék stöðugt golf á hring dagsins og fékk fjóra fugla og fjórtán pör. Hann hefur leikið jafnt og stöðugt golf alla þrjá hringina og er einungis kominn með fjóra skolla í mótinu.

Fyrir lokahringinn er Birgir jafn í 5. sæti í mótinu á 12 höggum undir pari. Hann er fimm höggum á eftir Argentínumanninum Jorge Fernandez-Valdes sem er í efsta sæti.

Búið er að gefa út að um 25% keppenda komist áfram á lokaúrtökumótið að fjórum hringjum loknum en 74 kylfingar hófu leik á El Encin vellinum þar sem Birgir keppa. Miðað við skor keppenda í mótinu til þessa þarf Birgir líklega að leika á 3-4 höggum undir pari á lokahringnum til þess að komast áfram.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is