Birgir Leifur byrjaði frábærlega í úrtökumótinu í Madríd

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf leik í dag á 2. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla. Leikið er á fjórum stöðum í úrtökumótunum en Birgir keppir í Madríd á El Encin vellinum.

Birgir Leifur fór af stað með látum en hann lék fyrsta hring mótsins á 6 höggum undir pari og er jafn í öðru sæti þegar fréttin er skrifuð.

Birgir fékk alls sjö fugla og einn skolla á hring dagsins og er tveimur höggum á eftir Jorge Fernandez-Valdes frá Argentínu sem situr á toppnum.

Alls komast um 25% kylfinga áfram af 2. stiginu yfir á lokastigið en leiknir eru fjórir hringir í móti helgarinnar. Birgir er því í flottum málum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is