Birgir Leifur á höggi undir pari í Kína

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék fyrsta hringinn á Hainan Open mótinu á höggi undir pari og er jafn í 32. sæti af 126 keppendum. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni í golfi.

Birgir Leifur fékk alls fjóra skolla á hringnum og fimm fugla. Skorkort hans má sjá hér fyrir neðan.

Steven Brown fór best af stað í mótinu og er í efsta sæti á 6 höggum undir pari. Sex kylfingar deila öðru sætinu á fimm höggum undir pari.

Alls eru leiknir fjórir hringir á Hainan Open mótinu en skorið er niður eftir tvo hringi.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is