Birgir Leifur á höggi undir pari á Italian Challenge

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hóf í dag leik á Italian Challenge mótinu sem er hluti af Áskorendamótaröðinni, næst sterkustu mótaröð Evrópu.

Birgir Leifur hóf leik á 10. holu í dag og fór illa af stað en hann fékk tvöfaldan skolla á fyrstu holu. Birgir svaraði því hins vegar mjög vel og fékk þrjá fugla á 12.-17. holu áður en hann fékk örn á 1. holu. Hann var því á 3 höggum undir pari en náði ekki að klára hringinn nógu vel því hann fékk tvöfaldan skolla á 6. holu.


Skorkort Birgis.

Þegar fréttin er skrifuð er Birgir jafn í 53. sæti. 

Spánverjinn Mario Galiano Aguilar og Sebastian Soderberg eru jafnir í forystu á 7 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is