Birgir Leifur á 72 höggum á öðrum hringnum í lokaúrtökumótinu

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina á parinu og er samtals á tveimur höggum yfir pari eftir tvo hringi. Birgir lék á Hills vellinum í dag á Lumine golfsvæðinu en í gær lék hann á Lakes vellinum.

Birgir Leifur hóf leik á 10. teig í morgun og fékk sinn fyrsta fugl strax á 3. holu. Hann fékk svo skolla á sinni 7. holu og kláraði fyrri níu á pari. Á seinni níu bætti hann við sig tveimur skollum og tveimur fuglum.

Þegar fréttin er skrifuð er Birgir jafn í 96. sæti á tveimur höggum yfir pari í heildina. 


Skorkort Birgis Leifs.

Alls eru leiknar 108 holur í lokaúrtökumótinu á sex dögum. Mótið hófst á laugardaginn og lýkur á fimmtudaginn í næstu viku. 156 kylfingar keppast um 25 laus sæti á Evrópumótaröðinni. Eftir fjóra hringi verður skorið niður í mótinu og halda þá 70 kylfingar áfram. Allir þeir sem komast í gegnum niðurskurðinn fá nokkur mót á Evrópumótaröðinni árið 2018 en 25 efstu sætin gefa fleiri mót.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is