Birgir Leifur á 72 höggum á Ítalíu

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, var rétt í þessu að ljúka við fyrsta hring á Rocco Forte Open mótinu, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Hann lék hringinn á 72 höggum og er jafn í 55. sæti.

Birgir hóf leik á fyrstu holu í dag og var byjun hans ekki eins og best verður á kosið. Hann fékk tvöfaldan skolla á þriðju, fugl á fjórðu og skolla á þeirri fimmtu. Áttundu og níundu holurnar lék Birgir aftur á móti á þremur höggum undir pari, þar sem að hann fékk glæsilegan örn á níundu holunni.

Síðari níu holurnar voru heldur rólegri hjá Birgi, en á þeim fékk hann tvo skolla og restina pör. Hann kom því í hús á 72 höggum, eða einu höggi yfir pari. 

Eins og áður sagði er Birgir Leifur jafn í 55. sæti, en ekki hafa allir kylfingar lokið leik.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.