Birgir í 9. sæti eftir tvo hringi í Madríd

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er jafn í 9. sæti þegar 2. stigs úrtökumótið í Madríd er hálfnað. Birgir er samtals á 8 höggum undir pari en skor keppenda er frábært í mótinu.

Birgir lék annan hring mótsins á 2 höggum undir pari eftir frábæra byrjun á föstudaginn þar sem hann lék á 6 höggum undir pari.

Á hring dagsins fékk Birgir Leifur fimm fugla og þrjá skolla en hann endaði á tveimur fuglum í röð.


Skorkort Birgis Leifs.

Af 74 kylfingum komast um 25% keppenda áfram eftir fjóra hringi í mótinu. Birgir er því í góðum málum þegar mótið er hálfnað.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is