Birgir Björn endaði í 10. sæti á Central Kansas Classic

Birgir Björn Magnússon, klúbbmeistari GK, og Stefán Sigmundsson, GA, voru meðal keppenda í Central Kansas Classic mótinu sem fór fram dagana 9.-10. október í bandaríska háskólagolfinu.

Birgir Björn endaði í 10. sæti í einstaklingskeppninni en hann lék hringina tvo á 76 og 75 höggum og því samtals á 11 höggum yfir pari.

Stefán lék báða hringina á 80 höggum og samtals á 20 höggum yfir pari. Hann endaði í 31. sæti í einstaklingskeppninni.

Upprunalega áttu kylfingar að leika 3 hringi í mótinu en vegna veðurs var mótið stytt í tvo hringi.

Íslensku strákarnir leika báðir fyrir Bethany skólann sem endaði í öðru sæti í liðakeppninni af níu liðum.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is