Bestu Twitter færslur ársins - hluti 2

Eins og greint var frá í gær tók PGA.com saman lista yfir bestu Twitter færslur ársins sem er að líða. Við á Kylfingur.is ætlum að birta þennan lista í þremur hlutum og er komið að hluta 2 í dag.

11. Þegar Thomas Pieters fékk staðfestingu á því að vera kominn inn í Masters mótið, fyrsta risamót ársins.

10. Justin Thomas er mikill vinur Jordan Spieth. Spieth gerði sér lítið fyrir og vann mót með því að slá ofan í úr flatarglompu. Justin Thomas sagði fyrir höggið að hann yrði ekki hissa ef að Spieth myndi setja höggið ofan í, sem hann gerði svo.

9. Eftir að Jordan Spieth setti höggið ofan í úr flatarglompunni spurði hann hvort hefði verið tilkomumeira: Höggið hjá Spieth? Hvernig Speith kastaði kylfunni? Eða það að tveir kylfingar gátu framkvæmt fagn góðum árangri.

8. Þar sem Jordan Spieth er frá Texas eru menn farnir að halda að það fylgi því að geta slegið ofan í úr glompu.

7. Chesson Hadley sagði sjálfan sig vera ófrýnilegan þegar að hann gréti, eftir að hafa tryggt sér kortið á PGA mótaröðinni að nýju.

6. Sveiflurnar þurfa ekki allar að vera alveg eins. Þessi slær boltann hátt í 200 metra.