Bernhard Langer kylfingur ársins á mótaröð eldri kylfinga

Bernhard Langer er kylfingur ársins á Champions Tour mótaröð eldri kylfinga. Þjóðverjinn sigraði alls á fjórum mótum á árinu og þar af komu tveir risatitlar.

Langer, sem er 59 ára gamall, var að vonum ánægður með valið en hann var valinn fram yfir Colin Montgomerie, Scott McCarron, Woody Austin and Paul Goydos.

„Ég er í sjöunda himni yfir því að hafa verið valinn kylfinur ársins. Að fá þessi verðlaun í sjötta skiptið er mikill heiður. Samkeppnin er gríðarlega hörð á mótaröðinni og því hef ég þurft að bæta mig undanfarin ár til þess að halda áfram að vinna mót.“

Paul Broadhurst var valinn nýliði ársins á mótaröðinni en hann sigraði meðal annars á risamótinu Senior Open Championship á sínu fyrsta tímabili.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is