Berglind og Guðrún með á LET Access mótaröðinni

Berglind Björnsdóttir, GR, og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, eru mættar til Svíþjóðar þar sem mót vikunnar á LET Access mótaröðinni fer fram, Anna Nordqvist Vasteras Open.

Mótið hefst í dag, fimmtudag, og lýkur á laugardaginn. Eftir tvo hringi verður skorið niður.

Báðar hafa þær Berglind og Guðrún leikið á LET Access mótaröðinni á tímabilinu en betur hefur gengið hjá Guðrúnu sem er í 69. sæti stigalistans. Berglind á enn eftir að fá stig.

Guðrún Brá hefur leik klukkan 8:44 að staðartíma og Berglind klukkan 14:58 en tveggja tíma mismunur er á milli landanna.

Hér verður hægt að fylgjast með í beinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is