Berglind lék lokahringinn á 79 höggum

Berglind Björnsdóttir, GR, lauk í dag leik á Opna írska áhugamannamótinu sem fram fór á Louth golfvellinum. Berglind lék lokahringinn á 79 höggum eða fimm höggum yfir pari og er í 30. sæti þegar fréttin er skrifuð.

Alls voru leiknir þrír hringir í mótinu og lék Berglind samtals á 19 höggum yfir pari. Skorkort hennar má sjá hér fyrir neðan.

Efstu kylfingar eru nú á lokaholunum og er Hannah McCook í forystu á höggi yfir pari. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is