Berglind Björnsdóttir í 25. sæti á Opna írska áhugamannamótinu

Berglind Björnsdóttir, GR, er jöfn í 25. sæti á Opna írska áhugamannamótinu eftir tvo hringi. 

Berglind hefur leikið fyrstu hringina á 81 höggi og er samtals á 14 höggum yfir pari. Efstu keppendur eru á nokkrum höggum yfir pari en Hannah McCook leiðir á 2 höggum yfir pari eftir að hafa leikið annan hringinn á 5 höggum undir pari.

Alls eru leiknir þrír hringir í mótinu og komust 50 efstu kylfingarnir áfram að tveimur hringjum loknum. Lokahringur mótsins fer fram á morgun, sunnudag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is