Bein lýsing frá Íslandsmóti golfklúbba

Íslandsmót golfklúbba hófst á föstudaginn en leikið er í fjórum deildum í karlaflokki og tveimur flokkum í kvennaflokki víðsvegar um landið.

Golfklúbburinn Keilir hefur titil að verja í karlaflokki og Golfklúbbur Reykjavíkur í kvennaflokki. Keppni í 1. deild karla fer fram á Kiðjabergsvelli og á Garðavelli á Akranesi í 1. deild kvenna.

Fylgst er með gangi mála á Twitter síðu Golfsambandsins og er hægt að sjá það hér fyrir neðan. 

Greint verður frá úrslitum annars dagsins seinna í dag.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is