Axel og Birgir leika til úrslita á Meistaramóti Evrópu

Ísland er komið í úrslitaleikinn á Meistaramóti Evrópu eftir sigur á Spánverjum í fjórmenningi í morgun. Axel Bóasson og Birgir Leifur halda áfram á sigurbraut en þetta var fjórði sigur þeirra á mótinu á Gleneagles í Skotlandi. Leiknum lauk á 17. en þá áttu Íslendingarnir 2 holur þegar ein var eftir.

Íslenska liðið var í forystu allan tímann og náði mest þriggja holu forskoti í tvígang. Birgir Leifur og Axel mæta því Ítölum eða öðru liði Spánar í úrslitunum sem hefjast í hádeginu. Sýnt er frá mótinu á Rúv2.