Axel lék fyrsta hringinn í Portúgal á 78 höggum

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson, GK, hóf í dag leik á Opna portúgalska mótinu sem er hluti af Áskorendamótaröðinni í golfi.

Axel hóf leik á 1. teig og var á höggi yfir pari eftir fyrri níu. Á seinni níu náði hann sér engan veginn á strik og lék á fimm höggum yfir pari. Skorkortið hans má sjá hér fyrir neðan.

Eftir fyrsta dag mótsins er Axel í 132. sæti af 157 keppendum. Niðurskurðurinn miðast við 70 efstu kylfingana að tveimur hringjum loknum og því þarf Axel að leika vel á morgun.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is