Axel á tveimur höggum yfir pari

Eins og greint var frá fyrr í dag hófu Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson leik í dag á Hauts de France Golf Open mótinu en mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni. Axel lauk leik nú fyrir skömmu og kom hann í hús á 73 höggum.

Hann hóf leik á 10. holu í dag og var byrjunin hjá honum fremur erfið. Hann fékk þrjá skolla á fyrstu fjórum holunum. Hann kom aðeins til baka á síðari níu holunum og var búinn að koma sér niður á eitt högg yfir par þegar ein hola var eftir. Lokaholuna lék hann á skolla og lauk hann því leik á tveimur höggum yfir pari.

Þegar þetta er skrifað er Axel jafn í 65. sæti en margir kylfingar eru ný byrjaðir, til að mynd Birgir Leifur sem hefur lokið við þrjár holur.

Hérna má fylgjast með stöðunni í mótinu.