Axel kominn inn í fyrsta mót ársins á Áskorendamótaröðinni

Íslandsmeistarinn Axel Bóasson, GK, verður meðal keppenda á fyrsta móti tímabilsins á Áskorendamótaröðinni. Þetta var staðfest á heimasíðu mótaraðarinnar í gær en hann hafði verið fyrsti maður á biðlista inn í mótið.

Fyrsta mót tímabilsins fer fram í Kenía dagana 22.-25. mars og ber heitið Kenya Open.

Axel er að hefja sitt fyrsta tímabil á Áskorendamótaröðinni en hann tryggði sér þátttökurétt á mótaröðinni með frábærum árangri á Nordic Golf mótaröðinni í fyrra.

Axel verður ekki eini íslenski kylfingurinn í mótinu því Birgir Leifur Hafþórsson er einnig skráður til leiks. Það verður því gaman að fylgjast með okkar mönnum en hér er hægt að sjá keppendalista mótsins.


Birgir Leifur Hafþórsson.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is