Axel kláraði einungis 9 holur á öðrum degi

Axel Bóasson hóf í dag leik á öðrum hringnum á Le Vaudreuil Golf Challenge mótinu sem er hluti af Áskorendamótaröðinni í golfi.

Vegna veðurs náði Axel einungis að klára 9 holur á öðrum hringnum en fresta þurfti leik til morguns. 

Axel var á höggi yfir pari eftir holurnar 9 en hann náði sér ekki á strik á fyrsta hringnum og er því samtals á 13 höggum yfir pari í mótinu.

Niðurskurðarlínan í mótinu er nú í kringum parið og því nokkuð ljóst að Axel kemst ekki í gegnum niðurskurðinn að þessu sinni.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is