Axel í 12. sæti eftir fyrsta hring á Race to Himmerland

Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson og Haraldur Franklín Magnús hófu leik í dag á Race to Himmerland mótinu sem fer fram á Nordic Golf mótaröðinni. Mótið er það næst síðasta á tímabilinu.

Axel lék vel á fyrsta hring og kom inn á þremur höggum undir pari. Hann er jafn í 12. sæti af alls 74 kylfingum. Axel, sem er í efsta sæti stigalistans, fékk fimm fugla á hringnum og tvo skolla. Hann hóf leik á 10. teig og fékk því fugla á síðustu tvær holur dagsins.

Haraldur náði sér ekki á strik á hring dagsins. Hann hóf einnig leik á 10. teig og var kominn 9 högg yfir par eftir 11 holur. Haraldur rétti þó örlítið úr kútnum á sínum seinni níu holum og fékk tvo fugla áður en hann fékk tvöfaldan skolla á lokaholu dagsins.

Alls eru leiknir þrír hringir í mótinu sem lýkur á laugardaginn. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Sjá einnig:

Axel og Haraldur verðlaunaðir fyrir góðan árangur á Nordic Golf mótaröðinni
Axel styrkir stöðu sína á toppnum

Ísak Jasonarson
isak@vf.is