Axel, Birgir, Ólafía og Valdís hefja leik á miðvikudaginn

Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, Birgir Leifur Hafþórsson, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir hefja leik á morgun á Evrópumóti í liðakeppni sem fer fram á Gleneagles í Skotlandi.

Mótið er hluti af stærra Evrópumóti þar sem keppt er í nokkrum íþróttagreinum.

Alls taka 16 þjóðir þátt í golfmótinu og er hvert lið skipað tveimur leikmönnum. Axel og Birgir Leifur spila saman og Valdís og Ólafía spila saman.

Fyrstu leikir mótsins fara fram á morgun. Þá mæta strákarnir liði Belga og stelpurnar liði Breta.

Hér verður hægt að fylgjast með í beinni.


Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.


Axel Bóasson.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is