Axel áfram en Haraldur úr leik

Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson og Haraldur Franklín Magnús léku í dag annan hringinn á Race to Himmerland mótinu á Nordic Golf mótaröðinni. Að honum loknum var skorið niður í mótinu og komust 30 efstu kylfingarnir áfram. Axel komst áfram en Haraldur þurfti að sætta sig við að vera úr leik.

Axel er samtals á 5 höggum undir pari í mótinu og jafn í 16. sæti. Hann lék hring dagsins á 2 höggum undir pari eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á þremur höggum undir pari.


Skorkort Axels í mótinu.

Haraldur lék annan hringinn á tveimur höggum yfir pari og lauk leik á 11 höggum yfir pari í heildina. Hann bætti sig því mikið á milli hringja en það var ekki nóg til þess að komast í gegnum niðurskurðinn.

Lokahringur mótsins fer fram á morgun. Hér er hægt að sjá stöðuna.

Race to Himmerland mótið er næst síðasta mót tímabilsins á Nordic Golf mótaröðinni. Fyrir mótið er Axel í 1. sæti stigalistans og Haraldur Franklín í 6. sæti.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is