Axel á 2 höggum undir pari á þriðja hringnum

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson, GK, lék í dag sinn besta hring til þessa í 1. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla sem fer fram í Portúgal.

Axel kom inn á tveimur höggum undir pari þrátt fyrir að fá einn þrefaldan skolla á hringnum. Hann fékk alls fimm fugla, einn þrefaldan skolla og 12 pör.

Þegar flestir kylfingar hafa lokið leik á þriðja degi er Axel búinn að fara upp um 5 sæti í mótinu og situr nú í 58. sæti. Skor keppenda er töluvert betra í dag en undanfarna daga og því fer Axel líklega ekki mikið hærra þegar allir hafa lokið leik í dag.

Eftir fjóra hringi komast um 20 kylfingar áfram á næsta stig úrtökumótanna. Axel þarf því á draumahring að halda á morgun til að komast áfram.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is