Átta kylfingar hljóta styrk úr sjóði Forskots

Nýverið var úthlutað úr Forskoti afrekssjóði kylfinga en alls fengu átta kylfingar styrk úr sjóðnum að þessu sinni.

Kylfingarnir sem um ræðir eru:

Andri Þór Björnsson (GR)
Axel Bóasson (GK)
Birgir Leifur Hafþórsson (GKG)
Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK)
Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR)
Haraldur Franklín Magnús (GR) 
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR)
Valdís Þóra Jónsdóttir (GL)

Þetta er í sjöunda sinn sem íslenskir kylfingar fá úthlutað úr sjóðnum en hann var stofnaður árið 2012. Ríkar kröfur eru gerðar til þessara íþróttamanna um ráðstöfun styrkjanna. Ber þeim að leggja fram æfinga- og keppnisáætlanir auk fjárhagsáætlunar fyrir verkefni sín auk þess sem gerðir eru sérstakir samningar við hvern kylfing um að þeir virði reglur Íþrótta- og Ólympíuhreyfingarinnar.

Stofnendur Forskots afrekssjóðs eru Eimskip, Valitor, Golfsamband Íslands, Íslandsbanki og Icelandair Group. Vörður tryggingar bættist í hópinn árið 2016 og Bláa Lónið árið 2017.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is