Ástfríður endurkjörin formaður hjá Golfklúbbi Selfoss

Aðalfundur Golfklúbbs Selfoss fór fram 7. desember. Hlynur Geir Hjartarson framkvæmdastjóri lagði fram ársreikning golfklúbbsins og fór ítarlega yfir skýringar og sundurliðanir hans.

Rekstrartekjur klúbbins voru 64.055.442,- á starfsárinu. Rekstrargjöld voru aftur á móti 60.660.029,- Niðurstaðan því hagnaður 3.395.413 fyrir afskriftir og vaxtagjöld. Nánar um ársreikning er í árskýrslu GOS.

Hér er hægt að lesa Ársskýrsla GOS 2017.

Ástfríður M Sigurðardóttir var endurkjörin sem formaður GOS til tveggja ára.

Þá voru veittar viðurkenningar á aðalfundinum og hlutu eftirfarandi kylfingar viðurkenningu:

  • Golfkona ársins: Heiðrún Anna Hlynsdóttir.
  • Golfkarl ársins: Aron Emil Gunnarsson.
  • Verðlaun fyrir mestu lækkun forgjafar: Sverrir Óli Bergsson.
  • Efnilegasti unglingurinn: Heiðar Snær Bjarnason.
  • Háttvísibikarinn: Gylfi B Sigurjónsson.
Ísak Jasonarson
isak@vf.is