Áskorendamótaröðin: Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á 2 höggum yfir pari

Fyrsta mót tímabilsins á Áskorendamótaröð karla í golfi hófst í dag í Keníu. Birgir Leifur Hafþórsson er búinn með sinn fyrsta hring en hann lék á 2 höggum yfir pari.

Birgir Leifur hóf leik á 10. teig og var á tveimur höggum undir pari eftir fyrri níu. Á seinni níu fékk Birgir alls fimm skolla og lék þær á 4 höggum yfir pari. Niðurstaðan því 73 högg eða +2.

Þegar fréttin er skrifuð er Bigir jafn í 97. sæti en enn eiga fjölmargir kylfingar eftir að ljúka leik í dag. Þeirra á meðal er Axel Bóasson sem er að leika á sínu fyrsta tímabili á Áskorendamótaröðinni.

Axel er +1 eftir 6 holur en greint verður frá skori hans þegar hann klárar fyrsta hringinn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is