Áskorendamótaröðin: Birgir Leifur fór upp um 17 sæti

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék í dag þriðja hringinn á Prague Challenge mótinu sem fram fer í Prag og er hluti af Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur fór fyrir vikið upp um 17 sæti og situr hann í 41. sæti fyrir lokahringinn.

Birgir hafði hægt um sig fyrstu holurnar en hann var á höggi yfir pari eftir 7 holur. Þá fékk hann fugla á 8. og 9. holu og kláraði fyrri níu holurnar á höggi undir pari.

Á seinni níu lék Birgir líka á höggi undir pari en þar fékk hann þrjá fugla og tvo skolla. Niðurstaðan því 70 högg eða -2.


Skorkort Birgis í mótinu.

Birgir Leifur er samtals á 5 höggum undir pari í mótinu. Marcel Schneider leiðir á 14 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. Lokahringurinn fer fram á morgun, sunnudag.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is