Áskorendamótaröðin: Birgir Leifur endaði á 6 höggum undir pari

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson endaði í dag í 45. sæti á Prague Challenge mótinu á Áskorendamótaröðinni í golfi sem er næst besti árangurinn hans á tímabilinu.

Birgir lék lokahring mótsins á höggi undir pari og endaði því á 6 höggum undir pari í heildina eftir að hafa leikið á 73, 68, 70 og 71 höggi.

Fyrir árangurinn fær Birgir Leifur 907 evrur eða um 114 þúsund krónur en hann endaði í 45. sæti í mótinu.

Englendingurinn Ben Stow sigraði á mótinu. Hann lék hringina fjóra samtals á 18 höggum undir pari og endaði höggi betri en Joel Girrbach frá Sviss.

Axel Bóasson tók einnig þátt í Prague Challenge en komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is