Áskorendamótaröðin: Axel og Birgir með í Frakklandi

Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson hefja í dag leik á Opna franska mótinu sem fer fram á Áskorendamótaröðinni. 

Báðir eru þeir með þátttökurétt á mótaröðinni á þessu tímabili, Axel í fyrsta sinn en Birgir hefur leikið á henni í fjölmörg ár.

Opna franska mótið fer fram á Saint-Omer golfvellinum í Lumbres og eru flestir af bestu kylfingum mótaraðarinnar meðal keppenda.

Axel fer út klukkan 8:45 að staðartíma á 10. teig en Birgir klukkan 13:25 að staðartíma. Greint verður frá skori þeirra seinna í dag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Birgir Leifur Hafþórsson.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is