Áskorendamótaröðin: Axel og Birgir leika næst í Tékklandi

Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson hefja leik á Prague Golf Challenge mótinu á fimmtudaginn. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni í golfi en þeir eru báðir með fullan keppnisrétt á henni.

Mótið fer fram á Prague City golfvellinum líkt og í fyrra en þá sigraði Carrick Porteous.

Axel og Birgir hefja leik á svipuðum tíma á fimmtudaginn en Birgir fer út kl. 13:40 að staðartíma með þeim Ben Parker og Jack Senior og Axel 20 mínútum seinna með þeim Riz Charania og Antonio Costa.

Hér verður hægt að fylgjast með skori þeirra í beinni.


Ísak Jasonarson
isak@vf.is