Áskorendamótaröðin: Axel lék á 75 höggum í Skotlandi

Axel Bóasson hefur lokið leik á fyrsta hring SSE Scottish Hydro Challenge mótsins sem er hluti af Áskorendamótaröðinni. Hann lauk leik á 75 höggum og er jafn í 101. sæti.

Hann hóf leik á fyrstu holu í dag og lék fyrri níu holurnar á parinu þar sem að hann fékk tvo fugla, tvo skolla og restina pör. Síðari níu holurnar gengu ekki eins vel og tapaði hann fjórum höggum. 

Axel endaði því hringinn á fjórum höggum yfir pari og er eins og áður sagði jafn í 101. sæti þegar töluvert af spilurum á eftir að klára.

Skorkort Axels má sjá hér að neðan.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.