Asía með forystu eftir fyrstu umferð í EurAsia bikarnum

Fyrst umferð EurAsia bikarsins kláraðist nú í morgun og er staðan þannig að lið Evrópu er með 2,5 stig og lið Asíu er með 3,5 stig. Leikinn var fjórbolti í dag, en þá spila allir leikmenn sínum bolta og telur alltaf betra skorið á hverri holu.

EurAsia bikarinn hefur verið leikinn síðan árið 2014, en þetta er keppni milli úrvalsliðs Evrópu og úrvalsliðs Asíu. Thomas Björn er fyrirliði evrópska liðsins, en hann er einnig fyrirliði evrópska liðsins í Ryder bikarnum sem fer fram í haust. Arjun Atwal er fyrirliði asíska liðsins.

Leikir og úrslit fyrstu umferðar voru eftirfarandi:

Tommy Fleetwood og Paul Casey sigruðu Byong Hun An og Kiradech Aphibarnrat 4&3
Thomas Pieters og Matthew Fitzpatrick töpuðu fyrir Yuta Ikeda og Gavin Green 2&1
Alex Noren og Paul Dunne töpuðu fyrir Hideto Tanhiara og Phachara Khongwatmai 2&0
Henrik Stenson og Alexander Levy töpuðu fyrir Sunghoon Kang og Poom Saksansin 5&4
Bernd Wiesberger og Rafa Cabrera Bello skildu jafnir við Nicholas Fung og Haotong Li
Ross Fisher og Tyrrell Hatton
sigruðu Anirban Lahiri og S.S.P. Chawrasia 5&4

Önnur umferð verður leikinn á morgun og verður þá leikinn fjórmenningur.

Öll nánari úrslit má nálgast hérna.