Ásdís fór holu í höggi á Opna FJ mótinu í Grafarholti

Opna FJ 2018 fór fram á Grafarholtsvelli í dag við fínar aðstæður. Keppt var bæði í höggleik og punktakeppni í mótinu ásamt því sem aukaverðlaun voru veitt þeim sem næstir voru holu á öllum par 3 holum og lengsta upphafshöggi á 3. holu.

Ásdís Valtýsdóttir gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 2. holu, glæsilega gert.

Böðvar Bragi Pálsson spilaði á einu höggi undir pari, 70 höggum, og nældi sér í fyrsta sætið í höggleik. Í punktakeppni var það Gerða Kristín Hammer sem endaði í fyrsta sæti með 42 punkta.

Úrslitin úr mótinu voru eftirfarandi:

Höggleikur

1. Böðvar Bragi Pálsson GR 70 högg
2. Björn Kristinn Björnsson GK 71 högg
3. Guðlaugur Rafnsson GJÓ 71 högg

Punktakeppni

1. Gerða Kristín Hammer GG 42 punktar
2. Hans Adolf Hjartarson GR 41 punktur
3. Helga Þorvaldsdóttir GKG 40 punktar

Nándarverðlaun:
2. hola
 – Ásdís Valtýsdóttir – hola í höggi
6. hola – Guðjón Ómar Davíðsson 99 cm
11. hola – Magnús Ingi Stefánsson 97 cm
17. hola – Dagur Jónasson 3,42 m

3. hola, lengsta upphafshögg – Patrekur Nordquist

Brynjar Eldon Geirsson og Ólafur Már Sigurðsson fara hér yfir það hvernig á að spila 2. holuna á Grafarholtsvelli.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is