Aron Emil lék best á Opna Gull mótinu

Opna Gull mótið fór fram 4. ágúst við frábærar aðstæður á Svarfhólsvelli hjá Golfklúbbi Selfoss. 

Aron Emil Gunnarsson stal senunni en hann endaði efstur í punktakeppninni sem og í höggleiknum þegar hann spilaði á 66 höggum eða 4 höggum undir pari. Aron Emil fékk alls þrjá fugla, einn örn og einn skolla á hringnum.

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

Punktakeppni:

1. Aron Emil Gunnarsson 42 punktar
2. Gísli B Bogason 41 punktur
3. Vilhjálmur S Einarsson 39 punktar
4. Árni Brynjólfsson 39 punktar
5. Ísak Jasonarson 39 punktar
6. Einar M Kristjánsson 39 punktar
7. Sigurjón G Ingibjörnsson 39 punktar
8. Guðjón Steinarsson 38 punktar
9. Sigurður Fannar Guðmundsson 38 punktar

Besta skor án forgjafar: Aron Emil Gunnarsson 66 högg

Nándarverðlaun:

3 hola: Guðmundur B 0,52 m
4 hola: Halldór Morthens 1,46 m
7 hola: Gunnar Geir 0,84 m

Lengsta teighögg: Henning Darri Þórðarson.

Úrslitin í heild sinni er hægt að nálgast á golf.is.


Aron Emil með verðlaunin.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is